Ferill 463. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 463 . mál.


801. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um vinnu ungmenna á vínveitingastöðum.

Frá Önnu Ólafsdóttur Björnsson.



    Á hvern hátt er fylgst með því að ungmenni, 18 ára og yngri, starfi ekki á vínveitingahúsum, sbr. ákvæði 3. mgr. 58. gr. laga nr. 58/1992, um vernd barna og ungmenna?
    Hve mikið er um að brotið sé gegn ákvæðum laganna?
    Hvaða viðurlögum er beitt í málum af þessu tagi?