Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 28 . mál.


809. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum er varða samgöngumál vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (PJ, SigG, StB, ÁMM, ÁJ).



        Við 2. gr. Greinin orðist svo:
         Lög um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum, nr. 53/1987.
        1.    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:    
                   a.    Í stað orðsins „þrenns“ í fyrsta málslið kemur: ferns.
                   b.    Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 4. tölul., sem orðast svo:
                          Leyfi til ferða fram og til baka milli landa felur í sér leyfi til að aka með hóp farþega frá ákveðnum brottfararstað til tiltekins ákvörðunarstaðar og til baka aftur, með endurteknum ferðum.
                  c.    Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                          Til að öðlast leyfi skv. 1. gr. laganna þarf leyfishafi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
                            1. Hafa óflekkað mannorð.
                            2. Hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu.
                            3. Fullnægja skilyrðum um starfshæfni.
        2.    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                            Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir á sviði fólksflutninga með langferðabifreiðum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga er leiðir af samningi um Evrópskt efnahagssvæði.
    Við frumvarpið bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
                  Heimildir samgönguráðherra til að setja reglugerðir samkvæmt lögum þessum skulu teknar til endurskoðunar verði verulegar breytingar á gerðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem lög þessi miðast við, eða viðbætur við þær.