Ferill 497. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 497 . mál.


1168. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Finns Ingólfssonar um úthlutanir úr Kvikmyndasjóði Íslands.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Hver var heildarupphæð styrkja og lána úr Kvikmyndasjóði Íslands á föstu verðlagi á árunum 1980–1991, að báðum meðtöldum?
    Hvaða leikstjórar voru styrktir, hverjir voru þeir, hvaða kvikmyndir þeirra voru styrktar og hversu hárri fjárhæð nam styrkurinn á hverja kvikmynd?
    Hversu oft var hver kvikmynd sýnd í kvikmyndahúsi:
         
    
    hér á landi,
         
    
    erlendis?

    Hver er áætlaður fjöldi sýningargesta hverrar kvikmyndar:
         
    
    hér á landi,
         
    
    erlendis?
    Hverjir sátu í stjórn Kvikmyndasjóðsins á umræddu tímabili?


    Menntamálaráðuneytið aflaði meðfylgjandi upplýsinga frá Kvikmyndasjóði Íslands. Gögnin varða 1., 2. og 5. tölul. fyrirspurnarinnar sem hér segir:
    heildarupphæð styrkja og lána úr Kvikmyndasjóði Íslands á föstu verðlagi á árunum 1980–1991, sjá fylgiskjal I,
    hvaða leikstjórar hlutu styrki, til hvaða kvikmynda og hversu hárri fjárhæð styrkur nam á hverja kvikmynd, sjá fylgiskjöl II–XVIII,
    fulltrúa í stjórn Kvikmyndasjóðs á umræddu tímabili, sjá fylgiskjöl XIX–XX.
    Varðandi 3. og 4. tölul. fyrirspurnarinnar, þar sem spurt er um fjölda sýninga og sýningargesta hér á landi og erlendis á hverri einstakri kvikmynd, liggja upplýsingar ekki fyrir. Sé þess óskað að reynt verði að afla þeirra er ljóst að það mun krefjast mikillar vinnu og taka langan tíma.



Fylgiskjal I.

Kvikmyndasjóður Íslands:

Framlög ríkisins til styrkja og reksturs Kvikmyndasjóðs frá 1983–1993.


(Í þús. kr.)




1993          
111
.000 111 .000
1992          
94
.400 97 .200
1991          
103
.400 110 .400
1990          
75
.100 85 .600
1989          
70
.800 92 .700
1988          
65
.600 104 .000
1987          
56
.300 112 .000
1986          
23
.900 56 .470
1985          
27
.400 78 .500
1984          
6
.500 24 .660
1983          
7
.600 37 .237
              
907 .667

Styrkir á föstu verðlagi 1983–1993 491.680.000 kr.


Fylgiskjal II.


Frétt frá Kvikmyndasjóði.


(29. mars 1979.)



    Fyrsta úthlutun úr Kvikmyndasjóði hefur farið fram, en sjóðurinn var stofnaður með lögum nr. 14/1978 og hafði hann 30 millj. kr. til umráða að þessu sinni.
    Umsóknir bárust frá 19 aðilum vegna 23 verkefna. Sótt var samtals um styrki að fjárhæð um 130 millj. kr., en áætlaður heildarkostnaður við verkefnin er um 430 millj. kr.
    Þessir hlutu styrki:

Styrkir:

Millj. kr.



Ágúst Guðmundsson o.fl.: Land og synir     
9

Gísli Gestsson og Andrés Indriðason: Veiðiferðin (mynd fyrir börn)     
5

Snorri Þórisson o.fl.: Óðal feðranna     
5

Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson: Átthagar     
3

Þorsteinn Jónsson: Sjómaður     
2

Páll Steingrímsson og Ernst Kettler: Kvikmynd er hefur Vestmannaeyjar 1873 að sögusviði     
2

Óli Örn Andreassen og Guðmundur P. Ólafsson: Í Vestureyjum     
1.5

Sigurður Örn Brynjólfsson: Þrymskviða (teiknimynd)     
1

Jón Axel Egilsson: Kvikmynd um fjölskyldulíf (handritsstyrkur)     
1


    Í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Knútur Hallsson formaður, Hinrik Bjarnason, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, og Stefán Júlíusson, tilnefndur af Fræðslumyndasafni ríkisins.



Fylgiskjal III.


Frétt frá Kvikmyndasjóði.


(2. maí 1980.)



    Fjárveiting til Kvikmyndasjóðs í fjárlögum fyrir árið 1980 nemur 45 millj. kr. Stjórn Kvikmyndasjóðs hefur lokið úthlutun á þessu fé. Eftirgreindir aðilar fengu stuðning að þessu sinni:

STYRKIR:

Þús. kr.



Kvikmyndir:
Þorsteinn Jónsson:
   Kvikmynd sem byggð er á sögunni Punktur, punktur, komma, strik     
11.000

Páll Steingrímsson og Ernst Kettler:
   Verk sem byggt er á sögunni Kona eftir Agnar Þórðarson     
8.000

N.N. sf.:
   Styrkur til að ljúka við kvikmyndina Óðal feðranna     
5.000

Magnús Magnússon:
   Kvikmynd um fuglalíf Mývatnssveitar     
4.000

Guðmundur P. Ólafsson og Óli Örn Andreassen:
   Styrkur til að ljúka við kvikmynd um Vestureyjar     
4.000

Snorri Þórisson:
   Kvikmynd um íslenska refinn     
3.000

Helga Egilsson:
   Teiknimynd um Búkollu     
2.000

Vilhjálmur Knudsen:
   Kvikmynd um jarðvarma     
2.000


Handrit:
Jakob F. Magnússon, Björn Björnsson og Egill Eðvarðsson:
   Kvikmynd um Tívolí í Reykjavík     
3.000

Ásgeir Long:
   Kvikmynd frá stríðsárunum     
1.000

Helgi Gestsson:
   Örlagasaga úr Skagafirði     
1.000

Haraldur Friðriksson:
   Villa á Öræfum, byggt á frásagnarþætti eftir Pálma Hannesson     
1.000


Stuttmynd:
Ásgrímur Sverrisson o.fl.:
   8 mm kvikmynd, Riddari götunnar     
200


    Þess skal getið að um úthlutun síðar á árinu kann að verða að ræða ef þannig skipast um fjárhag sjóðsins.
    Í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Knútur Hallsson formaður, Hinrik Bjarnason og Stefán Júlíusson.



Fylgiskjal IV.


Frétt frá Kvikmyndasjóði.


(18. desember 1980.)



    Aukaúthlutun hefur farið fram úr Kvikmyndasjóði. Söluskattur af sýningum á íslenskum kvikmyndum hefur á þessu ári runnið að mestu leyti í Kvikmyndasjóð. 26 umsóknir bárust. Úthlutað var 50.500 þús. kr. í styrki og lán og er skipting þannig:

Styrkir:

Þús. kr.



Ísfilm hf.:
   Útlaginn eftir Gísla sögu Súrssonar     
15.000

Kvikmyndafélagið Óðinn:
   Framhaldsstyrkur til kvikmyndarinnar Punktur, punktur, komma, strik     
7.000

Þráinn Bertelsson o.fl.:
   Kvikmynd fyrir börn eftir barnasögum um Jón Odd og Jón Bjarna     
7.000

Íslenskur kvikmyndaiðnaður hf.:
   Undirbúningur kvikmyndar sem byggð verður á Gerplu Laxness     
5.000

Kvikmyndafélagið Sóley hf.:
   Sóley     
5.000

Magnús Magnússon:
   Framhaldsstyrkur til að ljúka heimildakvikmynd um fuglalíf við Mývatn     
3.000

Arnarfilm sf.:
   Heimildakvikmynd um reka     
2.000

Örn Harðarson:
   Heimildakvikmynd um Sveinbjörn Jónsson hugvitsmann     
2.000

Óskar Þórisson o.fl.:
   8 mm leikin kvikmynd     
500



Lán:

Þús. kr.



Helga Egilsson:
   Teiknimynd, byggð á þjóðsögunni um Búkollu     
2.000

Vilhjálmur Knudsen:
   Heimildakvikmynd um eldgos     
2.000


    Í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Knútur Hallsson formaður, Hinrik Bjarnason, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, og Stefán Júlíusson, tilnefndur af Fræðslumyndasafni.



Fylgiskjal V.


Frétt frá Kvikmyndasjóði.


(18. maí 1981.)



    Fjárveiting til Kvikmyndasjóðs í fjárlögum fyrir árið 1981 nemur 1 millj. kr. Lokið er úthlutun á þessu fé. Eftirgreindir aðilar fengu stuðning að þessu sinni:

Leiknar myndir:

Styrkur í þús. kr.

Lán í þús. kr.



Ísfilm:
   Útlaginn     
150
100
Norðan 8 hf.:
   Jón Oddur og Jón Bjarni     
100
50
Hrafn Gunnlaugsson:
   Hiti og þungi dagsins     
80
50
Sóley hf.:
   Sóley     
50

Lárus Ýmir Óskarsson o.fl.:
   Blindingsleikur     
50



Heimildamyndir:

Styrkur í þús. kr.



Magnús Magnússon:
   Fuglalíf við Mývatn     
40

Saga Film:
   Íslenski refurinn     
40

Arnarfilm sf.:
   Kvikmynd um gróður og dýr á grunnsævi     
40

Sigurður Snæberg Jónsson:
   Miðnesheiði — Saga herstöðvar í herlausu landi     
40

Heiðar Marteinsson:
   Kvikmynd um togveiðar     
40

Ingibjörg Briem o.fl.:
   Kvikmynd um Bríet Bjarnhéðinsdóttur og kvenfrelsishreyfinguna     
40

Valdimar Leifsson o.fl.:
   Kvikmynd um Sverri Haraldsson listmálara     
40

Ólafur Ragnarsson:
   Bannhelgir blettir     
30

Erlendur Sveinsson:
   Þingvellir     
30

Örn Harðarson:
   Kvikmynd um íslenskan hugvitsmann     
30


    Í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Hinrik Bjarnason, Stefán Júlíusson og Knútur Hallsson formaður.



Fylgiskjal VI.


Frétt frá Kvikmyndasjóði.


(2. apríl 1982.)


    
    Fjárveiting til Kvikmyndasjóðs í fjárlögum 1982 nemur 1.500.000 kr. — einni milljón og fimm hundruð þúsund krónum. Alls bárust 36 umsóknir.
    Stjórn sjóðsins hefur fjallað um úthlutun á þessari fjárveitingu. Eftirgreindir aðilar fengu stuðning þessu sinni:

Leiknar myndir:

A. Til kvikmyndagerðar:

Styrkur í þús. kr.

Lán í þús. kr.



Saga Film hf.: Trúnaðarmál     
200
50
FILM: Okkar á milli sagt í hita og þunga dagsins     
200
50
Óðinn hf.: Atómstöðin     
125

Ágúst Guðmundsson: Með allt á hreinu     
125



B. Til handritagerðar:

Styrkur í þús. kr.



Þráinn Bertelsson: Sölvi Helgason     
75

Kristín Jóhannesdóttir: Á hjara veraldar     
75

Sigurjón Sighvatsson: Deild 10     
75

Andrés Indriðason: Lára     
50



Heimildamyndir:

Njála hf.: Um Helga Tómasson ballettdansara     
75

Ísfilm hf.: Um ferð Daniels Bruun 1898     
75

Filmusmiðjan: Miðnesheiði     
75

Hugrenningur hf.: Rokk í Reykjavík     
75

Páll Steingrímsson: Um hvalveiðar     
50

Karl Óskarsson og Jón Björgvinsson: Um hjólreiðar     
50



Grafísk mynd:

Finnbjörn Finnbjörnsson: Hugur og jörð     
75


    Í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Knútur Hallsson, Ólafur Ragnarsson og Stefán Júlíusson.




Fylgiskjal VII.


Frétt frá Kvikmyndasjóði.


(5. apríl 1983.)



    Fjárveiting til Kvikmyndasjóðs í fjárlögum 1983 er 5 millj. kr. Að þessu sinni bárust 42 umsóknir. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið eftirfarandi úthlutun:

Leiknar myndir:

A. Til kvikmyndagerðar:

Þús. kr.



Völuspá sf.: Á hjara veraldar     
850

FILM hf.: Einu sinni var     
850

Óðinn hf.: Atómstöðin     
600

Umbi: Skilaboð til Söndru     
600

Jón Hermannsson og Þráinn Bertelsson: Nýtt líf     
600

Saga Film: Húsið     
350



B. Til handritagerðar:

Ágúst Guðmundsson: Skáldsaga     
50

Lárus Ýmir Óskarsson: Fjalla-Eyvindur     
50

Viðar Víkingsson: Vikivaki     
50



Heimildamyndir:

Vilhjálmur Knudsen: Mývatnseldar     
150

Hjálmtýr Heiðdal o.fl.: Síldarævintýrið á Djúpuvík     
75

Njála sf.: Íslenski hrafninn     
75

Páll Steingrímsson: Saga hvalveiða á Íslandi     
75

Sigurður Snæberg Jónsson: Miðnesheiði     
75

Heiðar Marteinsson: Togveiðar – Stolt siglir fleyið mitt (lokastyrkur)     
40

Þorsteinn Ú. Björnsson: Sigurjón Ólafsson myndhöggvari     
40



Kynningarstarfsemi:

Kynning á íslenskri kvikmyndagerð     
470


    Í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Hinrik Bjarnason, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, Helgi Jónasson, tilnefndur af Námsgagnastofnun (Fræðslumyndasafni), og Knútur Hallsson formaður, skipaður af menntamálaráðherra án tilnefningar.


Fylgiskjal VIII.


Frétt frá Kvikmyndasjóði.



    Fjárveiting til Kvikmyndasjóðs í fjárlögum 1984 er 6,5 millj. kr. Umsóknir voru að þessu sinni 40. Úthlutun hefur farið þannig:

Nýjar leiknar myndir:

Þús. kr.



Ágúst Guðmundsson: Sandur     
1.800

Nýtt líf sf.: Skammdegi     
1.800



Styrkir til kynningar og sölu á kvikmyndum:

FILM: Hrafninn flýgur     
200

Kvikmyndafélagið Óðinn: Atómstöðin     
200

Saga Film: Húsið     
200

Kvikmyndafélagið Umbi: Skilaboð til Söndru     
200

Völuspá: Á hjara veraldar     
200



Heimildamyndir:

Hjálmtýr Heiðdal: Síldarævintýrið á Djúpuvík     
250

Páll Steingrímsson o.fl.: Saga hvalveiða á Íslandi     
250

Sigurður Grímsson: Þumall     
250

Vilhjálmur Knudsen: Vatnajökull     
250



Grafísk mynd:

Finnbjörn Finnbjörnsson     
100



Handritastyrkir:

Egill Eðvarðsson: Kuml     
75

Kristín Jóhannesdóttir: Pourquoi pas slysið     
75

Þórarinn Guðnason: Íslendingar á Hafnarslóð     
75

Þorgeir Þorgeirsson: Hvíta tjaldið     
75



Kynningarstarfsemi:

Útbreiðslu- og markaðsmál almennt     
500


    Í stjórn Kvikmyndasjóðs eru Hinrik Bjarnason, Helgi Jónasson og Knútur Hallsson.

Reykjavík, 30. apríl 1984.




    Samtals hefur þá verið úthlutað 28 millj. kr. úr Kvikmyndasjóði á þessu ári.
    Í úthlutunarnefnd eiga sæti Jón Þórarinsson formaður, Friðbert Pálsson og Sveinn Einarsson.

Reykjavík, 30. ágúst 1985.


Fylgiskjal IX.


Frétt frá Kvikmyndasjóði Íslands.


(Í ágúst 1985.)



    Lokið er úthlutun úr Kvikmyndasjóði í ágúst 1985, en 10 millj. kr. voru til ráðstöfunar að þessu sinni. Styrkjum var úthlutað þannig:

Leiknar myndir:

Þús. kr.



Hilmar Oddsson: Eins og skepnan deyr     
1.900

Þráinn Bertelsson: Nýtt líf 3     
1.900



Handrit og undirbúningur:

Ágúst Guðmundsson: Skáldsaga     
1.200

Friðrik Þór Friðriksson: Skytturnar     
1.000

Egill Eðvarðsson: Kuml, handrit     
200

Þorsteinn Jónsson: Ljósbrot/sólarfrí, handrit     
200



Heimildamyndir:

Heiðar Marteinsson: Stolt siglir fleyið mitt, lokafrágangur     
300

Sýn hf.: Borgarbörn í óbyggðum     
200

Erlendur Sveinsson: Lífið er saltfiskur 2, handrit     
200

Hjálmtýr Heiðdal o.fl.: Síldarævintýrið á Djúpuvík, lokafrágangur     
100



Teiknimynd:

Jón Axel Egilsson: Jurti, lokafrágangur     
200



Kynning og dreifing:

Kvikmyndafélagið Umbi: Skilaboð til Söndru     
400

Skínandi hf.: Hvítir mávar     
400

Mannamyndir: Gullsandur     
400

Haust hf.: Útlaginn     
400



Til síðari ráðstöfunar:

Ráðning framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndasafns o.fl.     
1.000










Fylgiskjal X.


Úthlutun úr Kvikmyndasjóði.


(Í apríl 1985.)




Leiknar myndir:

Þús. kr.



Kvikmyndafélagið Óðinn: Atómstöðin     
2.500

Völuspá sf.: Á hjara veraldar     
2.500

FILM: Hrafninn flýgur     
2.500

Skínandi hf.: Hvítir mávar     
2.500

Hilmar Oddsson: Eins og skepnan deyr     
2.000

Eyvindur Erlendsson: Erindisleysan mikla     
2.000



Handrit og undirbúningur:

Guðný Halldórsdóttir: Stella í orlofi     
150

Þorsteinn Jónsson: Ljósbrot     
150

Ásgeir Bjarnason o.fl.: Sólarlandaferðin     
150

Þorsteinn Marelsson o.fl.: Línudans     
150

Valgeir Guðjónsson: Maðurinn sem fékk högg á höfuðið     
150

Hrafn Gunnlaugsson: Tristan og Ísold, handrit     
150

Hrafn Gunnlaugsson: Tristan og Ísold, undirbúningur     
400



Heimildamyndir:

Kvik sf.: Saga hvalveiða við Ísland     
500

Magnús Magnússon: Lífríki Mývatns     
100

Íslenska kvikmyndasamsteypan: Hringurinn     
200

Ísmynd: Louisa Matthíasdóttir     
400

Baldur Hrafnkell Jónsson: Tryggvi Ólafsson     
200

Sýn hf.: Flóttamenn frá fjarlægu landi     
200

Kristín Jóhannesdóttir: Pourquoi pas slysið     
100



Kynningarstarfsemi:

Kynning og útbreiðsla íslenskra kvikmynda     
1.000


Alls úthlutað     
18.000





Fylgiskjal XI.


Fréttatilkynning frá Kvikmyndasjóði Íslands.


(16. apríl 1986.)



    Lokið er úthlutun úr Kvikmyndasjóði 1986, en til ráðstöfunar voru 26 millj. kr. Styrkjum var úthlutað þannig:

Leiknar myndir:

Þús. kr.



Eyvindur Erlendsson: Erindisleysan mikla     
3.500

Friðrik Þór Friðriksson: Skytturnar     
5.000

Kvikmyndafélagið Umbi sf.: Stella í orlofi     
5.000

FILM hf.: Tristan og Ísold     
2.000

Nýtt líf: Góðir Íslendingar     
2.000

Svart og sykurlaust: Svart og sykurlaust (kvikmynd)     
1.500



Heimildamyndir:

Anna Björnsdóttir: Mynd um íslenskar konur er giftust erlendum hermönnum     
500

Magnús Magnússon: Mývatn     
300

Kvik sf.: Saga hvalveiða við Ísland     
400

Þumall sf.: Frá Grænhöfðaeyjum     
500



Annað:

Kynning og dreifing á vegum Kvikmyndasjóðs     
2.000

Námskeið í handritagerð     
500

Kvikmyndasafn Íslands     
300

Sjóðsrekstur (þar á meðal stofnkostnaður)     
1.500

Til síðari ráðstöfunar     
1.000


    Í úthlutunarnefnd eiga sæti Knútur Hallsson, Jón Þórarinsson og Sveinn Einarsson.

Fylgiskjal XII.


Fréttatilkynning frá Kvikmyndasjóði.


(2. febrúar 1987.)



    Lokið er úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands 1987. Styrkjum var úthlutað þannig:

Leiknar kvikmyndir:

Þús. kr.



Ágúst Guðmundsson: Útlaginn, enskt tal     
500

Bíó hf.: Meffí     
2.000

Egill Eðvarðsson: Kuml     
1.000

Eiríkur Thorsteinsson: Skýjað     
2.000

FILM: Tristan og Ísold     
15.000

Friðrik Þór Friðriksson: Skytturnar     
1.800

Frost Film hf.: Foxtrot     
10.000

Kristberg Óskarsson: Skyggni ágætt     
200

Kvikmynd: Himnaríki hf.     
1.000

Tíu tíu sf.: Svo á jörðu sem á himni     
3.000



Heimildamyndir:

Anna Björnsdóttir: Ást og stríð     
500

Filmusmiðjan hf.: Miðnesheiði     
300

Jón Björgvinsson: 88 gráður austur     
500

Jón Hermannsson: Hin römmu regindjúp     
5.000

Magnús Magnússon: Sjófuglar     
1.200

Páll Steingrímsson: Hvalakyn, hvalveiðar     
500



Annað:

Sigurður Örn Brynjólfsson: Teiknimynd     
300

Kvikmyndahátíð     
1.500

Kvikmyndasafn Íslands     
1.500



Alls úthlutað     
47.800


    Á fjárlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands 1987 eru 55 millj. kr. Til kaupa á húsnæði fyrir Kvikmyndasjóð og Kvikmyndasafn Íslands fara 4,6 millj. kr. en 2,6 millj. kr. til reksturs og síðari úthlutana.
    Í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1987 eiga sæti Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri, formaður, Birgir Sigurðsson rithöfundur, forseti Bandalags íslenskra listamanna, og Friðbert Pálsson framkvæmdastjóri.




Fylgiskjal XIII.


Fréttatilkynning frá Kvikmyndasjóði Íslands.


(27. janúar 1988.)



    Aðalúthlutun úr Kvikmyndasjóði 1988 er lokið. Styrkjum var úthlutað þannig:

Til leikinna kvikmynda:

Þús. kr.



Ágúst Guðmundsson: Hamarinn og krossinn     
10.000

Bíó hf.: Meffí     
10.000

Nýtt líf: Magnús     
13.000

FILM: Í skugga hrafnsins     
4.000

Frost Film: Foxtrot     
3.000

Lárus Ýmir Óskarsson: Bílaverkstæði Badda     
1.000



Til heimildamynda:

Björn Rúriksson: Jarðsýn     
1.000

Jón Hermannsson: Hin römmu regindjúp     
5.000

Magnús Magnússon: Íslenskir sjófuglar     
800

Páll Steingrímsson: Íslensk tónlist     
2.500



Til handritagerðar:

Elísabet Jökulsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Marín Kristjánsdóttir, Spaugstofan,
Skafti Guðmundsson, Viðar Víkingsson, Viktor Ingólfsson, Vilborg Halldórsdóttir     
2.390


Alls úthlutað     
52.690


    Í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1988 eiga sæti Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri, formaður, Birgir Sigurðsson rithöfundur og Þorvarður Helgason rithöfundur.



Fylgiskjal XIV.

Fréttatilkynning frá Kvikmyndasjóði Íslands.


(15. febrúar 1989.)



    Aðalúthlutun úr Kvikmyndasjóði 1989 er lokið. Styrkjum var úthlutað þannig:

Til leikinna kvikmynda:

Þús. kr.



Ágúst Guðmundsson: Til sögualdarkvikmyndar     
10.000

Lárus Ýmir Óskarsson: Bílaverkstæði Badda     
15.000

Þráinn Bertelsson: Magnús     
9.000

Umbi: Kristnihald undir Jökli     
3.000

Umbi: Kristnihald undir jökli, lán     
2.350



Til heimildamynda:
Þús. kr.

Anna Björnsdóttir: Ást og stríð     
600

Jón Hermannsson: Hin rámu regindjúp     
5.000

Hjálmtýr Heiðdal: Saga bílsins á Íslandi     
1.500

Magnús Magnússon: Íslenskir sjófuglar     
400

Páll Steingrímsson: Tónlist á Íslandi     
4.000


Til undirbúnings:

Hrif hf.: Palli var einn í heiminum     
2.000

María Kristjánsdóttir: Eyrarbakka-Arndís     
1.500


Til teiknimyndar:

Haraldur Guðbergsson: Völuspá     
500


Til námskeiðs í kvikmyndagerð á vegum Kvikmyndasjóðs:

Nokkrir kvikmyndagerðarmenn     
800


Til handritagerðar:

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson     
400

Erlingur Gíslason     
400

Guðbjörg Guðmundsdóttir     
400

Hlín Agnarsdóttir     
400

Jón Tryggvason     
400

Sigríður Halldórsdóttir     
400

Sigurbjörn Aðalsteinsson     
200

Sveinbjörn I. Baldvinsson     
400

Vilborg Halldórsdóttir     
200

Þorsteinn Marelsson     
200

Þórarinn Eldjárn     
400


Til Kvikmyndaklúbbs Íslands     
500


Styrkir samtals     
57.600

Lán samtals     
2.350


Samtals     
59.950


    Alls bárust Kvikmyndasjóði 74 umsóknir um styrki að þessu sinni. Áætlaður heildarframleiðslukostnaður þeirra verka, sem sótt var um styrki til, nam rúmlega hálfum milljarði króna.
    Þá liggja fyrir niðurstöður dómnefndar í samkeppni, sem Kvikmyndasjóður efndi til um ritun handrita fyrir barna- og unglingamyndir. Viðurkenningu og styrk til að fullvinna handrit hlutu:

Styrkir:

Andrés Indriðason     
500

Kristín Steinsdóttir     
500

Guðrún Helga Sederholm     
330

Valdemar Leifsson og Þorsteinn Marelsson     
330

Ævar Örn Jósepsson     
330


Samtals     
1.990


    Dómnefnd skipuðu Guðrún Helgadóttir rithöfundur, formaður, Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og Ari Kristinsson kvikmyndgerðarmaður. Alls bárust 32 handrit í keppnina.
    Úthlutunarnefnd 1989 skipa Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri, formaður, og rithöfundarnir Birgir Sigurðsson og Þorvarður Helgason.



Fylgiskjal XV.

Úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands árið 1990.


(15. febrúar 1990.)



Bíómyndir:

Framleiðslustyrkir:

Þús. kr.

Lán í þús. kr.



Friðrik Þór Friðriksson: Börn náttúrunnar     
(59%) 1   25.000

Hrif: Pappírs-Pési     
5.000
(24%)  2.500
Verkstæðið: Bílaverkstæði Badda     
4.000
(63%)  3.000

Handrita- og undirbúningsstyrkir:

Film: Píslarsagan     
4.500

Túndra: Júpíter     
2.000

Guðný Halldórsdóttir: Kórinn     
600

Hilmar Oddsson: Kaldaljós     
600


Framhaldsstyrkir:

Umbi: Kristnihald undir Jökli     
(47%) 3.000



Heimildamyndir:

Framleiðslustyrkir:

Sigurður Sv. Pálsson: Á sjó     
(53%)   5.500

Árni Tryggvason: Handfærasinfónían     
(50%)   2.500

Magnús Magnússon: Haförninn     
(13%)   2.000

Vilhjálmur Knudsen: Kröflueldar     
1.800

Hið íslenska kvikmyndafélag: Jón Bjarki     
(34%)   1.200


Handrita- og undirbúningsstyrkir:

Ólafur Rögnvaldsson: Ásýnd þjóðar     
1.800

Nýja bíó: Jón Leifs     
1.000



Annað:

Kvikmyndaklúbbur Íslands     
750


Samtals voru veittar 66.750.000 kr. við aðalúthlutun.

1     Prósentutalan sýnir hlutfall Kvikmyndasjóðs í heildarframleiðslukostnaði verksins (styrkupphæðir ekki framreiknaðar).

    Úthlutunarnefnd skipa Helgi Skúlason, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Sigurður Valgeirsson.
Fylgiskjal XVI.


Frá Kvikmyndasjóði Íslands.


(15. júní 1990.)



    Ríkisstjórn Íslands samþykkti nú í vor að veita aukalega 6 millj. kr. til kvikmyndamála. Að ósk menntamálaráðuneytisins auglýsti Kvikmyndasjóður síðan eftir umsóknum um undirbúnings- og tapstyrki að upphæð 5 millj. kr. Kvikmyndasjóður gerir ráð fyrir að fá þá einu milljón sem á vantar til úthlutunar nú í haust. Úthlutunarnefnd hefur lokið störfum og fengu eftirtaldir styrki:

Undirbúningsstyrkir:

Þús. kr.



Kristín Jóhannesdóttir: Svo á jörðu     
1.000

Óskar Jónasson: Vont efni     
400



Tapstyrkir:

Hrif: Ævintýri Pappírs-Pésa     
1.000

Umbi          
1.000

Leikfjallið: Tindátar     
100

Jón Ragnarsson: Atómstöðin     
375

Þorsteinn Jónsson: Atómstöðin     
375

Þórhallur Sigurðsson: Atómstöðin     
375

Örnólfur Árnason: Atómstöðin     
375




Úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands árið 1991.


(18. febrúar 1991.)



Bíómyndir:

Framleiðslustyrkir:

Þús. kr.



Óskar Jónasson: Sódóma, Reykjavík     
(35%) 1  15.000

Gjóla hf.: Ingaló á grænum sjó     
(37%)  14.300

Þumall: Helgi og folaldið     
(20%)   7.200



Handrita- og undirbúningsstyrkir:

Halldór Þorgeirsson: Jörundur hundadagakonungur     
1.000

Hákon M. Oddsson og Sigurjón B. Sigurðsson: BINGÓ     
1.000

Kristinn Þórðarson: Svartfugl     
500



Stuttmyndir:

Framleiðslustyrkir:

Sigurbjörn Aðalsteinsson: Ókunn dufl     
(50%)   2.000



Heimildamyndir:

Framleiðslustyrkir:

Nýja Bíó: Jón Leifs     
(24%)   8.500

Ólafur Jónsson: Ragnar í Smára     
(32%)   2.000


Handrita- og undirbúningsstyrkir:

Baldur Hrafnkell Jónsson: Krossgötur     
1.000



Teiknimyndir:

Framleiðslustyrkir:

Sigurður Örn Brynjólfsson: Jólatréð okkar     
(37%)   2.000

Jón Axel Egilsson: Djákninn á Myrká     
(33%)   2.000



Annað:

Kvikmyndaklúbbur Íslands     
1.000


Samtals     
57.500


1     Prósentutalan sýnir hlutfall Kvikmyndasjóðs í heildarframleiðslukostnaði verksins (styrkupphæðir ekki framreiknaðar).

    Úthlutunarnefnd 1991 skipa Róbert Arnfinnsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Sigurður Valgeirsson.


Fylgiskjal XVII.


Úthlutun úr Kvikmyndasjóði 1992.



Bíómyndir:

Framlög til framleiðslu:

Þús. kr.



FILM: Hin helgu vé     
(24%) 1  21.000

Kvikmyndafélagið UMBI: Karlakórinn Hekla     
(17%)  21.000

Kvikmyndafélag Íslands: Veggfóður     
(12.5%)   2.000



Framlög til undirbúnings og handritagerðar:

Kvikmyndadeild Skífunnar: Móri     
1.000

Ari Kristinsson: Enginn veit     
500

Sveinbjörn I. Baldvinsson: Skálholt     
500



Stuttmyndir:

Framlög til undirbúnings:

Þór Elís Pálsson: Nifl     
1.000

Jón Ásgeir Hreinsson: Tilberi     
500



Heimildamyndir:

Framlög til framleiðslu:

Magnús Guðmundsson: Undir regnboganum     
(19.5%)   3.500

Þorfinnur Guðnason: Úti við flóann     
(16.5%)   2.500

Valdimar Leifsson: Listakonan sem Ísland hafnaði     
(22%)   2.000



Framlög til undirbúnings:

Anna Th. Rögnvaldsdóttir: Sigurður málari     
500



Annað:

Kvikmyndaklúbbur Íslands     
1.000


Samtals     
57.000


1     Prósentutalan sýnir hlutfall Kvikmyndasjóðs í heildarframleiðslukostnaði verksins.

    Úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1992 skipa Laufey Guðjónsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Sigurður Valgeirsson.






Fylgiskjal XVIII.


Úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands 1993.



Bíómyndir:

Framlög til framleiðslu:

Þús. kr.



Óskar Jónasson: Sódóma, Reykjavík     
(35%) 1  15.000

Íslenska kvikmyndasamsteypan: Bíódagar     
(21.6%) 1  26.000

Nýja bíó: Vita et Mors     
(36.3%)  23.000

Art Film: Stuttur Frakki     
(8.6%)    3.000



Framlög til handritagerðar og undirbúnings:

Nýtt líf: Einkalíf Alexanders     
1.000

Óskar Jónasson: Snjóbolti     
1.000

Kvikmyndafélagið Esja: Svartur himinn     
600

Skífan: Alveg milljón     
600

Sólskinsmyndir: Mestur hiti á landinu     
600

Hillingar: Leitin að mömmu     
400

Friðrik Erlingsson: Benjamín dúfa     
400



Stuttmyndir:

Framlög til framleiðslu:

Þór Elís Pálsson: Nifl     
(47%)   7.000

Baldur Hrafnkell Jónsson: Ráðagóða stelpan     
(21.6%)    3.000



Heimildamyndir:

Framlög til framleiðslu:

Kvikmyndafélagið Villingur: Húsey     
(27.7%)   2.000

Lifandi myndir: Árabátur     
(16%)   2.000

Kári Schram: Dagsverk     
(18.7%)   1.000

Alda Lóa Leifsdóttir: Halló, Reykjavík     
(40%)   1.000



Framlag til handritsgerðar:

Tage Ammendrup: Hugvitsmaðurinn     
500



Annað:

Inga Lisa Middleton: Ævintýri á okkar tímum     
1.200

Teiknimyndagerðin: Auðunn og ísbjörninn     
700


1     Prósentutalan sýnir hlutfall Kvikmyndasjóðs í heildarframleiðslukostnaði verksins.

    Úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1993 skipa Árni Þórarinsson ritstjóri, Kristbjörg Kjeld leikkona og Laufey Guðjónsdóttir dagskrárfulltrúi.


Fylgiskjal XIX.


Kvikmyndasjóður Íslands:

Úthlutunarnefndir Kvikmyndasjóðs 1979–1993.


(1979–1984 er úthlutað af sjóðstjórn.)



     1979: Stjórn: Knútur Hallsson, Hinrik Bjarnason og Stefán Júlíusson.
     1980: Stjórn: Knútur Hallsson, Hinrik Bjarnason og Stefán Júlíusson.
     1981: Stjórn: Knútur Hallsson, Hinrik Bjarnason og Stefán Júlíusson.
     1982: Knútur Hallsson, Ólafur Ragnarsson og Stefán Júlíusson.
     1983: Knútur Hallsson, Helgi Jónasson og Hinrik Bjarnason.
     1984: Knútur Hallsson, Helgi Jónasson og Hinrik Bjarnason.
     1985: Friðbert Pálsson, Jón Þórarinsson og Sveinn Einarsson.
     1986: Knútur Hallsson, Jón Þórarinsson og Sveinn Einarsson.
     1987: Knútur Hallsson, Birgir Sigurðsson og Friðbert Pálsson.
     1988: Knútur Hallsson, Birgir Sigurðsson og Þorvarður Helgason.
     1989: Knútur Hallsson, Birgir Sigurðsson og Þorvarður Helgason. Dómnefnd fyrir handritasamkeppni fyrir barna- og unglingamyndir: Guðrún Helgadóttir, Hlín Agnarsdóttir og Ari Kristinsson.
     1990: Helgi Skúlason, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Sigurður Valgeirsson. Dómnefnd fyrir Norræna verkefnið: Árni Þórarinsson, Friðrik Rafnsson og Signý Pálsdóttir.
     1991: Sigurður Valgeirsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Róbert Arnfinnsson.
     1992: Sigurður Valgeirsson, Róbert Arnfinnsson og Laufey Guðjónsdóttir.
     1993: Árni Þórarinsson, Kristbjörg Kjeld og Laufey Guðjónsdóttir.



Fylgiskjal XX.


Kvikmyndasjóður Íslands:

Stjórnir Kvikmyndasjóðs Íslands 1979–1984.



     1979–1981: Knútur Hallsson, Hinrik Bjarnason og Stefán Júlíusson.
     1982: Knútur Hallsson, Ólafur Ragnarsson og Stefán Júlíusson.
     1983–1984: Knútur Hallsson, Helgi Jónasson og Hinrik Bjarnason.
     1984–1987: Knútur Hallsson, Kristín Jóhannesdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Sigurður Guðmundsson og Sigurður Sverrir Pálsson.
     1987–1990: Knútur Hallsson, Kristín Jóhhannesdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Friðbert Pálsson og Sigurður Sverrir Pálsson.
     1990–1993: Ragnar Arnalds, Edda Þórarinsdóttir, Friðbert Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson og Lárus Ýmir Óskarsson.