Rannsókn kjörbréfs

74. fundur
Mánudaginn 24. janúar 1994, kl. 15:34:08 (3311)


[15:34]
     Form. kjörbréfanefndar (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur fengið kjörbréf Pálma Ólasonar skólastjóra til afgreiðslu. Því fylgdi bréf frá 1. varamanni Alþfl. í Norðurlandskjördæmi eystra um að hann gæti ekki tekið sæti Sigbjörns Gunnarssonar næstu tvær vikur vegna anna. Er kjörbréf Pálma Ólasonar skólastjóra gefið út af landskjörstjórn 21. jan. 1994 sem 2. varaþingmaður Alþfl., Jafnaðarmannaflokks Íslands í Norðurlandskjördæmis eystra.

    Kjörbréfanefnd sér ekkert athugavert við þetta kjörbréf og leggur einróma til að það verði samþykkt.