Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 17:39:59 (4080)


[17:39]
     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir skýr og greinargóð svör. Að sjálfsögðu var það tilgangur fyrirspyrjanda að leiða það fram hver staða þessara mála væri og af skýrslu félmrh. er nokkuð ljóst að víða er pottur brotinn hvað varðar sálfræði- og félagsráðgjöf hjá sveitarfélögum, einkum hjá minni sveitarfélögunum. Þessi þjónusta virðist vera fyrir hendi í allra stærstu sveitarfélögunum en það vantar sem sagt mjög á að í þeim minni sé þessari skyldu sinnt. Mér fannst kannski athyglisverðast sem fram kom hjá hæstv. félmrh. að í hinum minni sveitarfélögum er enn ekki orðin nein samvinna um þessa þjónustu eins

og manni fyndist samt að beinast lægi við.
    Ég þakka ráðherranum fyrir svörin.