Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

91. fundur
Miðvikudaginn 16. febrúar 1994, kl. 15:11:21 (4262)


[15:11]
     Frsm. 1. minni hluti allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég held að hér sé byggt á misskilningi vegna þess að sú brtt. sem um er að ræða byggir á íslenskum reglum um málskostnað sem koma fram í einkamálalögunum og það er meginregla í íslensku réttarfari að málskostnaður er að sjálfsögðu alltaf dæmdur þegar málinu í heild er lokið og dómur upp kveðinn. Og sama gildir um þann kostnað er lögmaður hefur af flutningi málsins vegna þess að hinn endanlegi kostnaður kemur að sjálfsögðu ekki í ljós fyrr en þá.
    Varðandi hins vegar þetta atriði um að gjafsóknari eigi rétt á að fá strax endurgreiddan útlagðan kostnað af rekstri málsins fyrir EFTA-dómstólnum þótt því sé ekki lokið fyrir dómstólum hér á landi, þá er það einmitt undantekning frá þessari meginreglu.