Sjálfvirkur sleppibúnaður um borð í skipum

99. fundur
Mánudaginn 28. febrúar 1994, kl. 15:34:15 (4497)


[15:34]
     Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson) :
    Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. samgrh. svarið. Það er gott svo langt sem það nær en aðeins í framhaldi af því líka þá er líklega komið á annað ár síðan ég spurðist jafnframt fyrir um reglugerð varðandi aðbúnað og hollustuhætti í vistarverum áhafna fiskiskipa og um reglur um lyfjakistu. Í því svari fólst þá líka að ekki liði á löngu þar til reglugerð um þessi mál kæmi. Ég vona að það sé svo sem ráðherra segir að ekki innan langs tíma verði gefin út reglugerð varðandi sjálfvirkan sleppibúnað gúmmíbjörgunarbáta um borð í skipum.