Héraðsskógar

99. fundur
Mánudaginn 28. febrúar 1994, kl. 16:24:05 (4519)


[16:24]
     Fyrirspyrjandi (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir hans svör. Þau voru mjög ótvíræð. Hann kom mjög hreinskilinn hér í pontu og sagði okkur alla þessa sögu sem kom kannski engum manni á óvart. En það sem mér þótti ekki síðra var að heyra hæstv. umhvrh. segja okkur að þetta mál horfði til bóta og það væri mér sönn ánægja ef ég skyldi hafa orðið til þess með því að leggja fram þessa fyrirspurn að gera málinu gagn og verða að liði því að þarna er um mjög mikilvægt mál að ræða. Ég veit ekki hvernig hv. þm. Alþfl. sjá fyrir sér skóg ef hann þarf að vera svona köflóttur, ekkert ræktað á eyðijörðum og allir jaðrar ljótir og annaðhvort röndótt eða köflótt landslag.
    En eins og ég segi, mér finnst það mikils virði að hafa fengið þessi svör, einnig frá hæstv. umhvrh. Við munum bara bíða eftir því næstu viku að þetta frv. birtist.