Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 21:39:20 (4651)


[21:39]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Bara til að taka af öll tvímæli, þá vonast ég eftir því að þessi varaþm. Sjálfstfl. fari frjáls ferða sinna bæði á sjó og landi og hæstv. sjútvrh. má ekki ætla mér

annað. En ég tel hins vegar að það séu ekkert óeðlileg vinnubrögð þó að ríkisstjórn á hverjum tíma eða óeðlileg afskiptasemi eigi orð við aðila vinnumarkaðarins þegar siglir í vandræði og þá eru það eðlileg vinnubrögð af ríkisstjórnar hálfu og raunverulega ber henni skylda til að reyna að lægja öldurnar áður en þær rísa of hátt.