Kostnaður atvinnulausra vegna heilbrigðisþjónustu

101. fundur
Miðvikudaginn 02. mars 1994, kl. 13:47:44 (4701)


[13:47]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Því máli sem hér er hreyft hreyfði raunar landlæknir seint á síðasta ári. Að minni hyggju er hér um að ræða mál sem er fullkomlega skoðunar virði og er það raunar til athugunar í ráðuneytinu. Það er hárrétt hjá málshefjanda að sérstaklega sá hluti atvinnulausra sem hefur verið án atvinnu um langan tíma þarf af ýmsum orsökum að sækja sér læknisþjónustu og sækja til heilbrigðiskerfisins í auknum mæli frá því sem áður var og í ljósi breyttra fjárhagsaðstæðna og hinna félagslegu aðstæðna finnst mér það fyllilega koma til greina að skoða þennan hóp sérstaklega og það mun verða gert mjög fljótlega.