Stöðvun verkfalls fiskimanna

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 11:58:43 (4747)

[11:58]
     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil mótmæla þeirri ásökun hæstv. sjútvrh. að ég sé að gagnrýna það að sjútvn. sé höfð með í ráðum. Það hef ég aldrei gagnrýnt. En ég hef hins vegar hlustað á einn helsta fulltrúa Sjálfstfl. í sjútvn., hv. þm. Villhjálm Egilsson, lýsa því yfir að hann og aðrir í nefndinni hafni algerlega þeim tillögum sem embættisnefndin hefur komið fram með. Þannig að það er fulltrúi Sjálfstfl. í sjútvn. sem hefur hafnað tillögum embættismannanefndarinnar og það er það sem maður hefur heyrt opinberlega. Og það er þess vegna auðvitað sem maður knýr á um tillögur ríkisstjórnarinnar.