Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 14:30:14 (4972)


[14:30]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þá liggur það fyrir í þingsögunni að hv. formaður landbn. kaus að standa yfir sundruðu liði, lítilli landbn. í fjórum pörtum, hefur kokgleypt öll sín stóru orð og fallist á það að áfram skuli ríkja réttaróvissa í málefnum landbúnaðarins eins og glöggt kemur fram í áliti félaga hans, hv. þm. Egils Jónssonar. Ég vil eigi að síður spyrja hér hv. þm. hvað hann átti við þegar hann þegar hann var spurður um það í blaðaviðtali 25. febr., með leyfi forseta:
    ,,Egill var spurður hvort til greina kæmi að fella út umdeildasta ákvæði frv. sem lýtur að GATT. Svar Egils var alveg skýrt: Nei.``
    Hvað meinti hann á þessari stundu og hvað fékk hv. þm. til að breyta þessari afstöðu sinni?