Tvíhliða viðræður um stöðu Íslands gagnvart Evrópubandalaginu

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 14:05:13 (5199)


[14:05]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég vildi aðeins árétta það að hæstv. ríkisstjórn ber að framkvæma samþykktir Alþingis en ég hef grun um það að þeir sem vilja stefna okkur inn í Evrópubandalagið vilji nota það óvissuástand sem hér hefur komið upp til að beina okkur inn í umræður um aðild að Evrópubandalaginu, samanber ræðu hæstv. utanrrh. á fundi Verslunarráðs í morgun.