Hlutafélög

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 17:08:08 (5370)


[17:08]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það hefur út af fyrir sig ekki verið rætt um skammstöfunina. Það gefur auga leið að ekki mætti það vera eh. því að þá yrði það túlkað sem eftir hádegi. Þetta nafnamál hefur þó verið rætt í viðskrn. og er hálfgert vandræðamál þannig að við höfum ekki fundið nein ákjósanlegri nöfn en þau sem eru á þessum frumvörpum, en ég er ekki nógu vel sáttur við þau.