Verndun nytjavatns

114. fundur
Mánudaginn 21. mars 1994, kl. 15:42:21 (5386)


[15:42]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. umhvrh. fyrir þessi svör. Þau voru nákvæmlega í samræmi við það sem ég hafði ímyndað mér að það hefðu komið upp ágreiningsþættir í þessu máli á vegferð þess. Ég er ekkert undrandi á því vegna þess að þetta mál snertir pólitísk grundvallaratriði sem eru mjög skiptar skoðanir um í a.m.k. tveimur flokkum, sem eiga fulltrúa á Alþingi og eru nokkuð stórir báðir, heita Sjálfstfl. og Framsfl.
    Ég vildi hins vegar inna eftir því í tilefni af þessu hvort stjórnarflokkunum hafi tekist að komast í gegnum ágreiningsmál sín varðandi virkjun fallvatna og varðandi eignarrétt á jarðhita en samkvæmt samningnum um EES og yfirlýsingum sem gefnar voru í fyrra um þau mál af forustumönnum Alþfl., þá fullyrtu þeir að þau mál yrðu afgreidd frá stjórnarflokkunum á þessum vetri í tæka tíð þannig að hægt yrði að taka þau til meðferðar á yfirstandandi þingi. Mér sýnist örvænt um það en spyr engu að síður hæstv. umhvrh.: Er það svo að flokkarnir hafi rist fram úr ágreiningi við þessi þrjú frumvörp um leið og þetta frv. um nýtingu vatns var tekið út úr stjórnarflokkunum til flutnings í þinginu?