Varnir gegn mengun hafsins

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 14:04:17 (5570)


[14:04]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er ástæða til að minna á að þingmálið sem hér er til umræðu er till. til þál. um staðfestingu á milliríkjasamningi. Það er málefni utanrrn. og er til umfjöllunar af hálfu þess og er lagt fram hér af hálfu utanrrn.
    Hitt er laukrétt sem hv. þm. segir að efnisleg umfjöllun og fagleg ábyrgð á mengunarmálum sem í þessum samningi og fleirum felst er auðvitað á faglegri ábyrgð umhvrn. Það breytir ekki því að þegar við erum að leggja fyrir Alþingi staðfestingu um milliríkjasamning eða breytingu á milliríkjasamningi, þá er það utanríkismál og sem slíkt er það á ábyrgð utanrrn. og vistast hjá hv. utanrmn. en eins og fram hefur komið er vel unnt að koma fram hinni faglegu umfjöllun með samstarfi nefndanna.