Framleiðsla og sala á búvörum

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 15:15:59 (5719)


[15:15]
     Frsm. 1. minni hluta landbn. (Egill Jónsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var út af fyrir sig söguleg niðurstaða að þessi gjárífi þingmaður skyldi éta það ofan í sig sem hann sagði í ræðu sinni um atkvæðagreiðslu um nál.
    En ég vildi hins vegar að það yrði fest í þingtíðindi sem reyndar er augljóst í þessu fylgiskjali að síðasta málsgreinin í greinargerð Markúsar Sigurbjörnssonar fjallar um þá tillögu sem hv. þm. hefur verið að mæla hér fyrir. Hann átti það erindi, sá heiðursmaður, að festa þetta á blað að ósk þessa hv. þm., sem flytur hér hálftíma ræðu eða meira án þess að minnast einu einasta orði á svarið sem hann fær, ekki einu einasta orði. Ég vil sérstaklega biðja þingmenn, af því að ég gaf mér ekki tíma til að fara yfir þetta mál í framsöguræðu minni hér áðan, að lesa þessa málsgrein. Lesa skoðanir Markúsar Sigurbjörnssonar, sem

hv. þm. Guðni Ágústsson óskaði sérstaklega eftir að gæfi álit á þessari tillögu. Að menn lesi það og kynni sér hver niðurstaðan er. Kannski skýrir það þá eitthvað hvað illa liggur á þessum hv. þm. um þessar mundir.