Bann dragnótaveiða í Faxaflóa

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 20:15:09 (5789)


[20:15]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :

    Hæstv. forseti. Þetta breytir litlu um það sem ég var að segja. Það er ekki til neinn samanburður sem hægt er að átta sig á á því hver áhrifin eru af því að hafa dragnótina og hafa hana ekki. Það hefur hreinlega ekki verið gerður neinn samanburður á því. Ég held að á meðan þannig stendur þá verði menn að sætta sig við að það standi þá fullyrðingar gegn fullyrðingum. Það er ekkert hægt að hrekja þessar upplýsingar sem hér fylgdu með þessu frv. sem hér er til umræðu um að það hefur orðið verulegur samdráttur í veiðum á t.d. ýsu á þessum tímabilum sem hafa komið eftir að dragnótin var leyfð.
    Um skerðingu á þessari bátastærð, það svarar sér auðvitað sjálft, það er þá ekki um það að ræða að þessir aðilar sem við erum hér að tala um hafi orðið fyrir neinum sérstökum skerðingum fram yfir aðra. Þetta sem hv. þm. nefndi um möskvastærðina, það er örugglega alveg rétt hjá honum, ég tel að þessi veiðarfæri séu samt vegna stærðar sinnar í dag miklu áhrifameiri en þau voru áður og ég veit það bara að það þýðir ekki að renna niður öðrum veiðarfærum þar sem þessi dragnót hefur farið yfir. T.d. dettur engum lifandi manni í hug að renna færi eftir að dragnót hefur verið á ferðinni á einhverju svæði rétt á undan honum og það þekkir hv. þm. örugglega vel.