Héraðsskógar

124. fundur
Fimmtudaginn 07. apríl 1994, kl. 12:43:45 (5919)


[12:43]
     Frsm. landbn. (Egill Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. landbn. við frv. til laga um breytingu á lögum um Héraðsskóga.
    Efni frv. kemur fram í 1. gr. þess og er þess eðlis að með samþykki Skógræktar ríkisins sé heimilt í vissum tilvikum að jarðir sem ekki eru í ábúð njóti sömu réttinda og aðrar þær jarðir sem í grenndinni eru og hafa hlotið rétt á framlagi til skógræktarstarfa.

    Textinn er skýr og honum hefur ekkert verið breytt. Þess vegna kemur það af sjálfu sér að álit landbn., sem allir landbúnaðarmenn flytja, er líka stutt og skýrt aðeins ein lína sem er, með leyfi forseta, á þessa leið:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og mælir með samþykkt þess.``
    Ég legg svo til, herra forseti, að málinu verði vísað til 3. umr. að þessari umræðu lokinni.