Málefni aldraðra

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 13:56:02 (6019)


[13:56]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Hér er um framúrskarandi subbulega aðferð við lagasetningu að ræða. Nefnd fær frv. um breytingu á lögum til meðferðar á málasviði sínu. Við meðferðina kemur það upp að hún ákveður að fara í lög sem eru á málasviði annarrar nefndar og fellir inn í sínar brtt. breytingu á þeim lögum. Þetta opnar fyrir óendanlega möguleika fyrir þingnefndir að skipta sér af málum í lagasetningu á málasviði annarra nefnda. Hvað svo sem úrskurði hæstv. forseta líður um stjórnarskrárþáttinn þá er þetta óhæf aðferð við lagasetningu og ég ætla ekki að greiða atkvæði.