Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

131. fundur
Miðvikudaginn 13. apríl 1994, kl. 21:21:30 (6285)


[21:21]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vænti þess að hæstv. umhvrh. geri sér grein fyrir því að það færi heldur ekki saman að sjá um að höggva skóginn og að hafa eftirlit með honum. Það eru tveir þættir. En ég viðurkenni það að í mati mínu á því hvorum staðnum heppilegra væri að vista umrædda stofnun lagði ég ekki mat á hvor ráðherrann væri hæfari. Það sé ég aftur á móti og heyri að hæstv. umhvrh. hefur haft mjög í minni og sinni hugsun þegar hann var að meta gæði þessa máls.