Brunatryggingar

133. fundur
Föstudaginn 15. apríl 1994, kl. 12:27:47 (6387)


[12:27]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í þessum málslið sem ég var að vitna í stendur: ,,Tekjur sem Reykjavíkurborg kann að hafa af rekstri Húsatrygginga Reykjavíkur skal leggja í sjóð til eflingar brunavörnum og tryggingarstarfsemi.`` Eins og þetta frv. er hér þá er það hvergi útilokað að Húsatryggingar Reykjavíkur fari hugsanlega að sinna annarri tryggingarstarfsemi og það er þess vegna sem ég held að það gæti verið að þetta ákvæði frv. standist ekki samkeppnisreglurnar eða íslensku samkeppnislögin. Þess vegna getur það verið mikilvægt að hafa sérstök lög um Húsatryggingar Reykjavíkur til að taka af öll tvímæli í þessum efnum.