Fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47

138. fundur
Miðvikudaginn 20. apríl 1994, kl. 17:09:36 (6528)

[17:09]
     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Minn ágæti, vitri vinur, hv. þm. Ólafur Þ. Þórðarson, hefur nú yfirleitt alltaf rétt fyrir sér. Hins vegar er það þannig í þessu máli að hér er ekki verið að greiða atkvæði um það að þessir textar hafi lagagildi heldur er eingöngu verið að veita heimild til þess að fullgilda tiltekinn samning. Síðan mun efni hans koma hér inn á Alþingi í formi lagafrv. og þá því aðeins hafa lagagildi að þau lög verði samþykkt hér á landi. Ég segi því já.