Niðurgreiðslur á ull

139. fundur
Mánudaginn 25. apríl 1994, kl. 15:40:06 (6548)


[15:39]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég veit ekki betur en að það sé sæmilega gott samkomulag um þá framkvæmd sem er á þessum málum. Það er þannig nú að ekki er greitt fyrir lélegustu ullina. Það var send út tilkynning sem var á misskilningi byggð og hefur verið leiðrétt. Á hinn bóginn er hugsanlegt ef bændur senda inn ónýta ull að þeir geti fengið reikning fyrir matinu. Ég hygg að ekki hafi á það reynt.
    Ég veit ekki betur en þetta sé allt í góðu samkomulagi og eins og framkvæmdin er var lögð áhersla á það að skinnaiðnaðurinn gæti líka verið áfram í landinu sem er mjög æskilegt vegna þess atvinnuleysis sem hér hefur búið um sig.