Alþjóðasamþykktin um öryggi fiskiskipa

142. fundur
Miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 15:01:16 (6668)


[15:01]
     Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde) :
    Virðulegi forseti. Utanrmn. hefur fjallað um þáltill. og fullgildingu Torremolinos-bókunarinnar frá

1993 við Torremolinos-alþjóðasamþykktina um öryggi fiskiskipa frá 1977.
    Nefndin framsendi tillögu þessa til samgn. og fékk svohljóðandi bréf frá samgn. um mál þetta, með leyfi forseta:
    ,,Samgöngunefnd ræddi á fundi sínum í dag þáltill. um fullgildingu Torremolinos-bókunarinnar frá 1993 við Torremolinos-alþjóðasamþykktina um öryggi fiskiskipa, 1977, 529. mál þingsins.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar, enda verður ekki annað ráðið en verið sé að staðfesta reglur sem íslenskar skipasmíðastöðvar hafa unnið eftir fram til þessa.``
    Á þessum grundvelli og með tilliti til þeirrar umfjöllunar sem fram fór í nefndinni leggur utanrmn. samhljóða til að mál þetta verði samþykkt.