Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna

143. fundur
Fimmtudaginn 28. apríl 1994, kl. 12:13:12 (6705)


[12:13]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það hefði ekki verið nokkurt mál að leyfa sjónarmiðum fleiri flokka að komast að ef hæstv. forseti hefði ekki kosið að leyfa frekar tveimur framsóknarmönnum að tala. Ég hafði litið svo á að það væri farið eftir þeirri sjálfsögðu og eðlilegu vinnureglu, sem ég hef borið undir alla vega tvo aðra forseta núna síðan þetta kom upp á, að fyrst yrði fulltrúum frá fleiri flokkum en einhverjum afmörkuðum sem eru frekar fljótari að biðja um orðið eða frekar í náðinni, ég veit ekki hvað er, að koma sjónarmiðum . . .  (Gripið fram í.) Sú sem hér stendur var mætt á fund. Það var skyndilega breytt um en hún var hér innan seilingar og kom eins fljótt og hægt er og bað um orðið. En ég þarf ég að fara á annan fund klukkan hálfeitt og ég mun ekki vera á neinum framlengdum fundi. En ég geri alvarlegar athugasemdir við þessa

breytingu á verklagsreglum.