Stjórn fiskveiða

144. fundur
Föstudaginn 29. apríl 1994, kl. 01:32:45 (6809)


[01:32]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nei, þau viðgangast ekki í Framsfl. Þess vegna er þetta okkur býsna framandi að horfa upp á þetta sem þarna gerist.

    Hv. þm. vék einnig að smábátunum. Staðreyndin í málinu er sá að fjöldi smábáta hefur á nokkrum árum tvöfaldast, afli þeirra þrefaldast og hluti þeirra í heildarafla landsmanna hefur fimmfaldast. Þetta er staðreyndin í málinu.
    Hv. þm. er líka að lýsa því yfir að hann hafi miklar áhyggjur af fjölda smábáta. Sá sem hér talar var í sjútvn., gott ef hann var ekki formaður sjútvn. þegar slagurinn var tekinn um smábátana. Það er staðreynd í málunum að það stoppaði á Alþfl. á sínum tíma þegar átti að setja takmörk á fjölgun smábáta. Það var Alþfl. sem stoppaði það þá í ríkisstjórninni. Og ég veit að þeir alþýðuflokksmenn sem þá voru á Alþingi og tóku þátt í þessu muna þetta. Það var Alþfl. sem stoppaði það.