Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

148. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 02:40:29 (7075)



[02:40]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Það hafa orðið nokkur tengslarof við fortíðina varðandi venjur í þinginu. Þegar tilkynnt var að hér yrði 5 mínútna hlé á fundinum litum við á klukkuna til að átta okkur á því hvenær við ættum þá að mæta hér aftur. Og ég verð að segja eins og er að þetta er með lengri 5 mínútum sem ég hef lifað. Mér finnst að það sé nauðsynlegt að forseti viðhaldi þeirri fornu venju sem hér var að halda þá aftur til fundar og tilkynna að enn eigi að fresta fundinum en það sé ekki hægt að ætlast til þess að almennir þingmenn taki það sem góða og gilda vöru að það sé hægt að lengja 5 mínútur eins og mönnum sýnist. Það er alveg ný regla og ég veit ekki til að það hafi verið gerð nein breyting á þingsköpum sem réttlæti slíkt.