Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 17:54:40 (7139)


[17:54]
     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er í sjálfu sér furðulegur málflutningur þegar hv. þm. Einar K. Guðfinnsson fullyrðir það að tillögur okkar framsóknarmanna leiði til aukinnar fjölgunar frystitogara. Við erum ekki með neina tillögu, hv. þm., aðra en þá að standa vörð um það kerfi sem núna er. Hvers konar misskilningur er þetta hjá hv. þm.? Það liggja engar tillögur fyrir af hálfu framsóknarmanna í þessari umræðu aðrar en að við ætlum að reyna að koma í veg fyrir það stórslys sem hér er að gerast þar sem hv. þm. sem styðja stjórnarflokkana eru að leiða atvinnuleysi yfir verkafólk og sjómenn í landinu með þeim breytingartillögum sem hér eru boðaðar.