Stjórn fiskveiða

149. fundur
Þriðjudaginn 03. maí 1994, kl. 23:59:39 (7191)


[23:58]
     Frsm. 2. minni hluta sjútvn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér er ljóst að hæstv. sjútvrh. hefur unnið hér mikið starf. Hann hefur bara ekki haft frið til þess. Hæstv. sjútvrh. hefur ekki haft frið til þess að vinna þetta verk. En það er eðlilegt að hv. þm. Árni Johnsen komi af fjöllum. Hann hefur bara ekkert verið hér. ( SJS: Hann er alltaf að koma af fjöllum.) Hann kemur hér inn á elleftu stundu í andsvari. Þessi umræða hefur verið opin í allan dag. Af hverju hefur þingmaðurinn ekki komið hér og tekið þátt í umræðum? Það hefði verið fróðlegt að heyra hann flytja smáræðustubb og vita hvort hann félli saman við það álit sem þeir sem kjósa hann hafa á þessu máli. Það væri fróðlegt að vita hvernig það gengi saman, álit þeirra sem kjósa hann og það sem hann hefur sjálfur á þessu og hvort boðskapurinn sé sá sami sem hann flytur í Vestmannaeyjum og sá sem hann segir hér nú.