Tollalög

150. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 13:54:40 (7241)


[13:54]

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að mótmæla stuðningi hv. þm. við frv., ég þakka hann. En varðandi Norðmenn þá vil ég að það komi hér fram að íslenska ríkisstjórnin samþykkti eftir áramótin að veita 40 millj. kr. sem jöfnunaraðstoð til skipasmiðjanna og það er auðvitað aðgerð til þess að svara niðurgreiðslum af hálfu Norðmanna.
    Ég vil jafnframt taka fram að íslenska ríkisstjórnin hlýtur, hver sem hún er á hverjum tíma, að mótmæla ríkisstyrkjum Norðmanna og annarra EES-þjóða, enda er gert ráð fyrir því af hálfu bandalagsins að þeir séu tímabundnir þótt enn hafi verið lengdur fresturinn.
    Og loks vegna undirboða á efnahagssvæðinu þá vil ég að það komi skýrt fram að Samkeppnisstofnun, íslenska samkeppnisstofnunin, fer með það vald að dæma undirboð á öllu gagnvart íslenskum fyrirtækjum á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.