Alferðir

150. fundur
Miðvikudaginn 04. maí 1994, kl. 15:10:03 (7256)


[15:10]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Það frv. sem hér er verið að afgreiða heitir frv. til laga um alferðir og í 2. gr. er skýringin á þessu hugtaki. Þar kemur fram að alferð getur verið án þess að ferð sé innifalin, þ.e. það getur verið gisting og önnur þjónusta. Mér finnst ekki hafa komið fram nægileg skýring við það að hægt sé að samþykkja þetta heiti, alferð. Það hefði einnig þurft að fjalla meira um þetta frv. Það hefur litla umfjölun fengið í samgn. og í raun og veru ekki nauðsynlegt að afgreiða það með þessu hraði. Það hefði verið alveg nægilegt að afgreiða það síðar og ég tel að umfjöllun sé ekki nægileg. Ég mun sitja hjá við 2. gr. en þar sem frv. er að öðru leyti til bóta, þ.e. það snertir neytendavernd sem við verðum að taka á okkur í samræmi við samninginn um EES, þá mun ég samt sem áður að öðru leyti greiða því atkvæði.