Flugmálaáætlun 1994--1997

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 17:15:24 (7310)


[17:15]
     Frsm. samgn. (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Vegna síðustu orða hv. 2. þm. Vestf. þá hefur það komið fram fyrr í umræðunni að athuganir standa yfir varðandi Sveinseyrarflugvöll eða varðandi flugvöll á Þingeyri og er þeim ekki að fullu lokið. Það skýrir það m.a. að ekki er á þessu áætlunartímabili áætlað fé til uppbyggingar á þeim flugvelli enda eru verulegar flugvallarframkvæmdir samkvæmt þessari áætlun á Vestfjörðum. Á hinn bóginn er ýjað að því í greinargerð tillögunnar eins og hún liggur fyrir að þarna kunni að verða veitt verulegu fé til framkvæmda á næstu árum eftir að þessu áætlunartímabili lýkur en það kemur vitaskuld fyrst til athugunar og ákvörðunar við endurskoðun þeirrar áætlunar sem hér liggur fyrir að tveimur árum liðnum.