Húsaleigubætur

152. fundur
Fimmtudaginn 05. maí 1994, kl. 22:28:03 (7337)


[22:28]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég er ekki með þá útreikninga fyrir framan mig sem hv. þm. fór nákvæmlega yfir en ég mun kynna mér þá. Ég tel hins vegar að það sé búið að byggja, t.d. ef við tölum um úti á landi þar sem við hv. þm. erum báðir frá sama kjördæminu, mjög mikið af félagslegum íbúðum. Ég held að það mætti alveg eins beina fjármagninu að einhverju leyti í þennan farveg því þeir sem hingað til hafa átt íbúðir sem þeir hafa sjálfir byggt en ekki félagslega kerfið gjalda þess í dag að svo mikið er búið að byggja af félagslegum íbúðum. Ég held því að það þurfi að skoða þennan markað alveg frá grunni og ekki sé hægt að segja núna að þetta muni koma svo mikið niður akkúrat á þessum byggingum. Það er þá bara kominn tími til að aðrar leiðir séu skoðaðar til þess að aðstoða það fólk sem er í húsnæðisvandræðum.