Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 11:36:47 (7455)


[11:36]
     Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér fannst gæta nokkurs misskilnings í málflutningi hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar áðan. Í þessu frv. er eingöngu verið að leggja til að lögfesta eina tilskipun og það er ítarlega gerð grein fyrir því í greinargerð með frv. og fskj. Einnig er vert að benda á að frv. bannar ekki á nokkurn hátt viðurkenningu á prófum og menntun frá öðrum löndum.