Lyfjalög

153. fundur
Föstudaginn 06. maí 1994, kl. 18:25:01 (7532)


[18:25]
     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um brtt. við 20. gr. Þessi kafli frv., sem er VII. kafli, snýr fyrst og fremst að því hvernig verið er að breyta því fyrirkomulagi sem verið hefur varðandi stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfi. Í samræmi við það sem hæstv. heilbrrh. lýsti hér yfir við 2. umr. málsins, þá mun vera fyrirhugað að fresta gildistöku þessa kafla við 3. umr. til 1. nóv. 1995, en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir því að þau ákvæði taki gildi frá og með þeim tíma, en hér er verið að opna fyrir og auðvelda aðgang að lyfjum sem alveg er ófyrirséð hvaða afleiðingar muni hafa. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn öllum þeim greinum í þessum kafla.