Þróunarsjóður sjávarútvegsins

156. fundur
Mánudaginn 09. maí 1994, kl. 22:04:06 (7763)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Vegna þess sem kom fram í máli hv. 1. þm. Austurl. þá vill forseti að það komi fram að það mun vera rétt að sá samningur sem gerður var á milli Sýnar hf. og Alþingis um útsendingar frá Alþingi hefur nú verið brotinn. Í 4. lið samningsins stendur: ,,Útsendingarnar verða órofnar frá upphafi til loka funda.``
    Forseta er kunnugt um það að af hálfu Alþingis hefur verið komið á framfæri mótmælum vegna þessa og hefur á þessari stundu svo sem ekki meira um það að segja.