Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 12:09:00 (7800)


[12:09]
     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er mjög furðulegt að hlusta á, ef menn eru að ræða þessa skýrslu, fullyrðingar um að lágir vextir og engin verðbólga sé ekki skuldurum til hagsbóta. Það kemur fram í þessari skýrslu að háir vextir og óðaverðbólga séu ein meginorsökin fyrir þeirri þróun sem við erum að tala hér um. Og að halda því fram að ríkisstjórn sem hefur náð vöxtunum niður og verðbólgunni niður hafi ekki stuðlað að því að létta mönnum róðurinn ( Hún hækkaði vextina og jók skatta . . .  ) (Gripið fram í.) miðað við þessa skýrslu er náttúrlega út í hött og sýnir að þingmennirnir vilja alls ekki ræða efni málsins heldur einhver allt önnur atriði.