Skuldastaða heimilanna

157. fundur
Þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 14:47:19 (7817)


[14:47]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég viðurkenni það alveg að þessi tilraun mín til kennslustundar hér áðan mistókst og það er bersýnilega nauðsynlegt fyrir mig að þjálfa mig betur og lengur í þeim efnum, enda hef ég hvorki próf í uppeldis- né kennslufræði, (Gripið fram í.) ef ég á að ná árangri í andsvarstíma.
    Hæstv. forseti. Ég vildi svara því að auðvitað var það svo með síðustu ríkisstjórn að það var um að ræða prýðilega samstöðu með henni og verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum um að taka niður verðbólgu90
stigið í landinu. Mjög góð samstaða. Jafnframt tókst að tryggja hvað? Fulla atvinnu. Núv. ríkisstjórn, atvinnuleysisstjórn Davíðs Oddssonar, hefur innleitt hér atvinnuleysi sem í dag telur 7.500 manns.
    Ég skora á hv. þm., jafnvel þó hann reyni að gleyma því í ræðum og nefna það ekki, að gleyma því ekki í hugskoti sínu, vegna þess að það er í raun og veru meginafrek núv. ríkisstjórnar að hafa innleitt atvinnuleysi hjá 7.500 einstaklingum í landinu.