Rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis

158. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 11:26:22 (7944)


[11:26]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Í máli hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar kom fram áðan að ríkisstjórnin hefði ýmislegt gert til þess að bæta úr atvinnuleysinu. Hann nefndi einn milljað króna sem hefði verið varið til atvinnuskapandi verkefna. Það er staðreynd að sá milljarður var ekki notaður. Hann var færður yfir á næsta ár. Hann nefndi 1,5 milljarða í vegaframkvæmdir. Sá milljarður var heldur ekki notaður vegna þess að það var ekki búið að undirbúa þær framkvæmdir nægilega vel. Hann nefndi aðstöðugjaldið sem hefur verið fellt af fyrirtækjum til þess að skapa þeim betri rekstargrundvöll. Þau hafa ekki notað það til þess að bæta við atvinnutækifærum. Það hefur komið fram í þeim reikningum sem hafa verið birtir undanfarið af hagnaði fyrirtækja þannig að ég mótmæli því að þeir peniningar sem áttu að fara hafi verið notaðir eða þær aðgerðir sem gripið var til hafi skilað sér eins og þær áttu að gera.