Skerðing á eingreiðslum til lífeyrisþega

159. fundur
Miðvikudaginn 11. maí 1994, kl. 20:07:27 (8052)


[20:07]
     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Svör hæstv. fjmrh. og hæstv. félmrh. eru dæmigerð fyrir þennan vetur sem er að líða. Menn tala hér algerlega í kross og búnir að gera í allan vetur. Við höfum ekki hugmynd um hvernig þessu máli muni ljúka. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hvernig stendur á því að þessi reglugerð liggur ekki fyrir núna? Það er komið að því að greiða þessar bætur. Hvernig stendur á því að það hefur dregist svona lengi að semja þessa reglugerð? Í fyrra var greitt í febrúar, ef ég man rétt, en það er ekki farið að greiða þessar bætur enn og reglugerðin liggur ekki fyrir. Mig langar að spyrja: Hvernig stendur á því og á hverju strandar?