Fjárlög 1994

11. fundur
Þriðjudaginn 12. október 1993, kl. 16:39:27 (191)


[16:39]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það vakti ánægju mína að hv. 7. þm. Norðurl. e. vitnaði í leiðara Dags á Akureyri. Ég vil að því tilefni benda á að leiðarahöfundur Dags kom auga á það sem ríkisstjórnin virðist ekki hafa áttað sig á að það gengur ekki að leggja fram fjárlagafrv. með þeim halla sem nú stefnir í. Hvað þá ef svo fer sem horfir að það verði jafnmikið frávik frá frv. og raunveruleikanum eins og var á síðasta ári. ( Gripið fram í: Þarf að skera meira niður?) Ég vona nú að þetta verði fleiri stjórnarþingmönnum til eftirbreytni og þeir fari að skoða hvað stjórnarandstöðublöðin hafa til málanna að leggja.