Eftirlaun hæstaréttardómara

12. fundur
Miðvikudaginn 13. október 1993, kl. 14:07:53 (257)


[14:07]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Það er rétt sem hv. þm. sagði. Það er deilt um túlkun á þessari grein stjórnarskrárinnar. Ég vek þá athygli á því að þessi túlkun hefur verið með sama hætti nú um áratuga skeið og ég býst við því að erfitt kunni að reynast að breyta þessari skipan mála með því að taka upp nýja túlkun í málinu. Að því leyti til þyrftu menn hugsanlega að breyta ákvæði stjórnarskrárinnar þannig að réttarverndin héldist en afleiðingarnar sem henni hafa fylgt þurfi ekki að vera þær sem við höfum kynnst.