Lánsfjárlög 1993

16. fundur
Þriðjudaginn 19. október 1993, kl. 17:16:21 (418)


[17:16]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :

    Virðulegur forseti. Það fór nú svo að mitt bóndahjarta tók eilítinn kipp þegar hæstv. ráðherra sagði að það dytti engum í hug að íslenskur landbúnaður yrði lagður niður, í það minnsta í bráð. Og nú vil ég svona spyrja hæstv. ráðherra hvað hann átti við með þessu, hvenær hann telji þá að það væri tímabært að leggja íslenskan landbúnað niður.