Einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar

20. fundur
Mánudaginn 25. október 1993, kl. 17:08:22 (590)


[17:08]
     Ólafur Þ. Þórðarson (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Það er oft verið að áminna almenna þingmenn um að þeir séu í sætum sínum og það sé ró meðan þingfundur stendur. En að ráðherra sé hér í almenningsskokki þvert um salinn fram og til baka. Mér finnst vítavert að vekja ekki athygli á því að það er sanngjarnt að þeir sitji einnig í sætum sínum og fylgist með þegar fyrirspyrjandi er að yfirheyra þá með sínum spurningum.