Endurskoðun laga um náttúruvernd

24. fundur
Miðvikudaginn 27. október 1993, kl. 14:01:31 (708)


[14:01]
     Valgerður Sverrisdóttir :
    Herra forseti. Mér heyrist að hæstv. ráðherra viti ekkert um þessa tveggja funda áætlun fyrrv. formanns. Það vantaði tvo fundi að mati formannsins til þess að það lægi fyrir hvort nefndin kæmist að sameiginlegri niðurstöðu. Ég er ekkert að segja að ég sé sammála honum um það, en það var hans mat. Ég er m.a. að vekja athygli á vegna þess að mér finnst svo illa farið með tíma þingmanna, sem svo sannarlega hafa nóg að gera, að sitja þarna á 20 fundum --- að vísu hefur maður fræðst um ýmislegt --- en það liggur ekkert eftir þessa nefnd. Og þar að auki kostar þetta peninga fyrir ríkissjóð.