Vegalög

29. fundur
Miðvikudaginn 03. nóvember 1993, kl. 14:19:00 (1027)


[14:19]
     Páll Pétursson :
    Herra forseti. Ég þarf að bera af mér sakir. Ég hef aldrei borið á móti því að þessir hv. þm. væru ekki alþingismenn. Mér er það fyllilega ljóst og meira að segja einn af þeim 6. varaforseti þingsins. En það sem ég sagði var það að þó að þeir hefðu komið að þessu frv., þessir sex hv. alþm., þá væri það ekki vilji Alþingis. Þetta frv. er með þeim ósköpum gert að það er samið af þingmönnum stjórnarflokkanna. Stjórnarandstaðan átti engan hlut að samningu þess. Það er ekkert óeðlilegt við það þó að þetta frv. sé eitthvað gallað úr því að svo var í pottinn búið.