Vegalög

29. fundur
Miðvikudaginn 03. nóvember 1993, kl. 14:35:14 (1036)

[14:35]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég þarf ekki að sitja hér í einhverjum sérstökum fyrirspurnatíma hjá hv. þm. Árna Mathiesen eins og ég hef orðið að sæta á þessum fundi. En hvað varðar fjárlögin þá veit hann það sjálfur að í gegnum fjárlagafrv. eru tekjustofnarnir markaðir sem fara í hin ýmsu verkefni. Samgn. skiptir vegafénu og vinnur að því og mun gera það, þannig að það kemur þar til umræðu og þar hef ég aðgang að því máli. En ég held að það sé, eins og ég hef sagt, mjög mikilvægt að í þessu frv. og í þessari fjárlagavinnuna á Alþingi þá beitum við okkur sérstaklega fyrir því að ákveðið fjármagn verði sett í að koma í veg fyrir ýmsa þá staði sem bæði valda akandi og ríðandi mönnum í dag miklum áhyggjum.