Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og tilkynnt var í upphafi þessa fundar fer nú fram umræða utan dagskrár. Umræðan er að beiðni hv. 18. þm. Reykv., Kristínar Ástgeirsdóttur, um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjármálaleg samskipti framkvæmdastjóra sjónvarpsins við ýmsa opinbera aðila.
    Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapalaga. Samkomulag hefur hins vegar tekist um það milli þingflokka að umræðan standi ekki lengur en tvær klukkustundir, sbr. 2. mgr. 72. gr. þingskapa, og að málshefjandi og ráðherra hafa allt að 15 mín. í fyrra sinn en 7 mín. í síðara og aðrir þingmenn og ráðherrar 7 mín. í hvort sinn.