Lögskráning sjómanna

37. fundur
Þriðjudaginn 16. nóvember 1993, kl. 16:53:33 (1434)

[16:53]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég er óviðbúinn að svara þessari spurningu þar sem ég hef ekki í höndum neina áætlun um það hver slíkur kostnaðarauki yrði. En ég tel sjálfsagt að athuga það og skal koma upplýsingum um það til nefndar.
    Ég vil almennt segja það að ég hef áhyggjur af því að nauðsynlegt sé að gera verulegar endurbætur eða endurbyggingu á Sæbjörgu ef hún á að duga til frambúðar sem slysavarnaskip og í athugun hefur verið að reyna að fara aðrar og ódýrari leiðir í þeim efnum. En um þetta sérstaka málefni sem þingmaðurinn spurði, ég get ekki gefið svör þar sem ég hef ekki séð tölur um það efni.